Þessi síða var síðast uppfærð 10.10.2012
Rússneskt hekl er svolítið gleymd tegund textíl-hannyrða. Þessi bók gefur nákvæmlega og alhliða leiðbeiningar í rússnesku hekli, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Til dæmis eru kennd hnúta-, lita-, búta-, gata-, perlu- og kaðlamynstur. Auk þess eru í bókinni 30 uppskriftir af gjafavörum og flíkum fyrir allar árstíðir, fyrir karla og konur, unga sem aldna.
Patrick Hassel-Zein gaf út sína fyrstu bók um rússneskt hekl sumarið 2010. Síðan þá hefur hann þróað tæknina, tekið upp ný og spennandi mynstur og haldið ótal námskeið á Íslandi og í Svíþjóð. Vorið 2011 tilnefndi Crochet Liberation Front hann i tveimur flokkum til Flamie-awards: ”Best New Crochet Designer” og ”Best Crochet Designer for Men’s Wear”.
Ertu örvhentur? Speglaðar útgáfur af öllum kennslumyndunum og uppskriftunum í bútahekli eru fáanlegar á rafrænu PDF-skjali: ”Rússneskt hekl hversdags og spari fyrir örvhenta”, á ravelry.com.
Tungumál: Bókin er fáanleg á íslensku og á sænsku. Á ravelry.com er allt þytt yfir á ensku.
Útgáfudagur: 21 október 2011.
ISBN: 9789979709701.
Pantarnir og spurningar: hafið samband við höfundinn!
Smelltu á myndirnar til að sjá stærra eintök: